Um okkur

Við erum stoltur fjölskylduveitingastaður sem hefur verið í rekstri síðan 1986

1986

Stofnað

27 ára

Reynsla

1M+

Viðskipavinir

1986 -1997

Byrjun á Langbest

Árið 1986 stofnaði Axel Jónsson veitingastaðinn Langbest, stað sem fljótt varð þekktur fyrir eldbakaðar pizzur og ítalskt þema.

Árið síðar, árið 1987, tóku Gunnar Friðriksson og Bergljót Grímsdóttir við rekstrinum. Þau komu með ferskar hugmyndir frá veisluþjónustu sinni, eins og bakkamat og „southern fried chicken“, sem gaf staðnum sérstakt bragð.

A picture of the old restaurant on hafnagata
Ingo pouring a beer for one of the customers
1997 -2014

Sagan á Hafnargötu

Ingólfur hafði unnið hjá Gunnari og Bergljót í nokkur ár og 1997 tóku Ingó og Helena við Langbest. Ingólfur. Hafnargatan varð miðpunktur sögunnar næstu árin, þar sem staðurinn stækkaði hratt.
Ný og öflugri tæki voru keypt og fleiri símalínum bætt við.

Mikill sorgardagur varð þann 17 júní árið 2000 þegar Langbest varð fyrir altjóni í bruna. Sama dag reið sjálfur suðurlandsskjálfinn yfir og það var nú ekki til að bæta ástandið.

Hafist var strax handa við endureisn Langbest og þann 1. nóvember sama ár opnaðinýr og glæsilegur veitingastaður Langbest. Viðtökurnar voru framar björtustuvonum og það varð hreinlega brjálað að gera. Þannig var það fram til 2008 en þá urðu mikil tímamót hjá fyrirtækinu því staðirnir urðu tveir. 
2008 - 2023

Gamla Herstöðin á Keflavíkurflugvelli

Árið 2006 lokaði varnarstöðin á Keflavíkurflugvelli, sem var mikið áfall fyrir íbúa Suðurnesja. En í lok árs 2007 leituðu fulltrúar Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar til okkar hjóna með hugmynd um að opna veitingastað í gömlu herstöðinni, í byggingu 771, þar sem áður voru veitingastaðir eins og Wendy's og Subway. Við skrifuðum undir samning við Háskólavelli og Kadeco, og framkvæmdir hófust í lok árs 2007.

Þann 6. maí 2008 opnaði nýr veitingastaður, Langbest, sem var þrefalt stærri en fyrri staðurinn á Hafnargötu. Viðtökurnar voru frábærar en reksturinn varð fyrir áfalli þegar bankahrunið skall á. Okkur tókst þó að koma fyrirtækinu aftur á réttan kjöl á næstu 4-6 árum. Þann 6. september 2014 var ákveðið að loka gamla staðnum á Hafnargötu og einbeita sér að rekstrinum á Vallarheiði, seinna Ásbrú.

Árið 2022 var leigusamningi okkar í byggingu 771 sagt upp. Nýir eigendur höfðu ekki áhuga á að fara í endurbætur, en buðu okkur áframhaldandi leigu gegn tvöföldu gjaldi, sem við gátum ekki samþykkt án endurbóta. Samningaviðræður náðu ekki árangri, og okkur var gefinn sex mánaða frestur til að finna nýja staðsetningu fyrir Langbest. Þrátt fyrir þetta óvænta lok á frábæru tímabili, trúum við því að ný tækifæri bíði handan við hornið.
Ingo and Helena at their second restaurant on ásbrú
Ingo and Helena at their newest restaurant on aðaltorg
2023

Nýtt upphaf á Aðaltorgi

Við hjónin spurðum okkur, "Hvað nú?" Þá mundi ég eftir samtali við vin minn, Ingvar Eyfjörð, framkvæmdastjóra Aðaltorgs á Aðalgötu í Reykjanesbæ. Aðaltorg hafði lent í erfiðleikum eftir Covid, sérstaklega þar sem þeir höfðu nýlega byggt Marriott hótel rétt fyrir faraldurinn. Þeir stóðu uppi með mikið laust leiguhúsnæði þegar leigutakar hættu við sín plön. Sú hugmynd kom upp að flytja Langbest þangað, og eftir viðræður, þrátt fyrir Covid, var skrifað undir samning og framkvæmdir hófust í lok árs 2022.

Þann 17. mars 2023 opnaði Langbest aftur á Aðaltorgi við frábærar viðtökur. Nýi staðurinn tekur um 150 manns í sæti og býður upp á fjölbreyttan matseðil, þar á meðal margrómaðar pizzur, grillrétti, og kjúklingasalat. Sérstaklega vinsæl er handhrærð Bernaise sósa, sem selst í 15 lítrum á dag.

Flestir viðskiptavinir eru heimamenn, sem hafa verið okkur ótrúlega tryggir, en erlendum ferðamönnum hefur einnig fjölgað. Við sjáum gamla viðskiptavini koma með næstu kynslóð og það fyllir okkur von um bjarta framtíð. Aðaltorg er í mikilli uppbyggingu með Marriott hóteli, apóteki, gleraugnaverslun, hárgreiðslustofu og heilsugæslu, sem gerir staðsetningu Langbest frábæra. Framtíðin er björt og á eftir að verða enn bjartari á þessum nýja stað.

Myndir

Ingo and Helena when they were youngThis is an old promotional piece from the newspaper, they were promoting their 16th birthday of the restaurant